Öll eigum við okkar sögu. Það skiptir máli að hún sé sögð rétt og á þann hátt að aðrir bæði skilja og hafi áhuga á að segja hana aftur.
Grunnur að okkar vinnu er að taka frumkvæði, finna réttar sögur og koma þeim til skila í gegnum rétta miðla.

Fjölmiðlalandslagið hefur breyst mikið og við nálgumst fréttir og aðrar upplýsingar á allt annan hátt en áður. Fréttir og sögur þarf að móta á ólíka vegu fyrir ólíka miðla og markhópa. Við búum yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum, atvinnulífi og stjórnmálum og sköpum sögur sem hafa áhrif.

 

Það sem við gerum:

Tilfallandi fjölmiðlaráðgjöf.

Kynningarherferðir í fjölmiðlum, á samfélags- og stafrænum miðlum.

Fréttatilkynningar og eftirfylgni.

Fjölmiðlasamskipti.

Fjölmiðlaþjálfun.

Blaðamannafundir.

Viðburðir.

Fjölmiðlavöktun og greining.

Orðsporsgreining og aðgerðir.

Dreifing efnis á fjölmiðla í Skandinavíu og London.

Stefnumótun.